Besta leið til að flytja efni með vökvaknúnum hjólbörum

Með minidumpernum fæst rekstraröruggur valkostur við hefðbundnar hjólbörur, þar sem þér er tryggð vél sem auðvelt er að þjónusta og auðveld í viðhaldi til frambúðar. Hjólbörur með mótor er upplögð fjárfesting fyrir garðyrkjustjóra, verktaka, byggingameistara, bændur, múrara og útleigufyrirtæki, þar sem þungt efni og handflutningur eru hluti af starfinu.

Með þessum þarfa þjóni verður handflutningur á efni svo sem múrsteinum, sandi, mold, byggingaúrgangi og þess háttar auðveldur í meðförum fyrir þig og samstarfsmenn þína á byggingastað, í útihúsi eða skrúðgörðum. Ekki hafa áhyggjur af hvort vélin geti fest sig því að hún ræður við hörðustu gerð af undirlagi. Þessa fyrirferðarlitlu og sveigjanlegu vél er auk þess hægt að nota þar sem pláss er lítið og takmarkað.

Með þessari miklu burðargetu og sterka efni ertu með marga notkunarmöguleika í þessum fjölbörum, sem hægt er að þjónusta fulllestaðar með öruggum hætti. Sturtan á þeim er vökvaknúin, sem auðveldar affermingu, gerir hana vinnuvæna og tímasparandi fyrir stjórnandann.

Tímasparandi flutningar

Minidumperinn getur flutt allt að 750 kg og tekur 425 lítra, og þú getur flutt langar raðir af efni svo sem sandi, múrsteinum, mold, byggingaúrgangi o.s.frv. mun hraðar en með hefðbundnum hjólbörum.

Fyrirferðarlitlar

Ekki á að dæma vél eftir stærð hennar, og hið sama gildir um Minidumperinn okkar. Þótt vélin sé fyrirferðarlítil og sveigjanleg til að smeygja sér inn á lítil svæði er hún sterkbyggð, sem gefur þér slitsterkan vélbúnað.

Mikið öryggi

Vélin er CE-merkt samkvæmt nýjustu reglum þannig að þú og samstarfsfólk þitt getið notað Minidumperinn áhyggjulaus við verkefni ykkar, óháð því hvaða efni þarf að flytja og á hvaða undirlagi þarf að aka.

Notendavæn

Fjölbörurnar eru vökvaknúnar og búnar vökvasturtum sem stýrt er með notendavænni stjórnstöð á sjálfri vélinni. Þannig verða þær auðveldar í notkun og þægilegar.

Tækniupplýsingar

Mál

Breidd: 800 mm

Lengd: 1800 mm

Hæð: 1030 mm

Hlasshæð: 940 mm

Eiginþyngd: 265 kg

Afköst

Burðarþol: 750 kg

Pallstærð: 425 lítrar

Mótor

Mótor: 6,5 ha bensínmótor (rafræsing)

Bensíngeymir: 3,6 lítrar

Vökvakerfi

Sturtubúnaður palls: Vökvatjakkur

Vökvageymir: 14 lítrar

Hjól

Framdekk: 400 x 160 mm (Traktorsdekk)

Afturdekk: Gaffalhjól 300 mm

Skipting

Drif: 2WD (framhjóladrif)

Skipting: Vökva-

Hámarkshraði: 7,2 km/klst.

Hafðu samband og fáðu að heyra meira um vökvaknúnu fjölbörurnar

Ef þú ert líka þreytt/ur á að nota hefðbundnar hjólbörur í verkefnum þínum eða vilt vita meira um vökvaknúna minidumperinn skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur. Það er gert með að fylla út sambandseyðublað, hringja í +45 70 20 40 49 eða senda netpóst á info@maskinudstyr.dk.